Efsta lið Grill 66-deildar karla í handknattleik tapaði í fyrsta sinn á leiktíðinni í dag er liðið mætti Val 2 í Safamýri. Lokatölur 31:29. Víkingur stendur þar með jafn Gróttu á toppi deildarinnar. Hvort lið hefur 21 stig að loknum 12 leikjum. Grótta gerði jafntefli við Hörð á Ísafirði í gær, 32:32. Grótta skoraði fimm síðustu mörk leiksins.
Aðeins eitt lið fer beint upp í Olísdeildina í vor. Þar af leiðandi er mikil keppni um að fara beint upp og komast þar með hjá umspilskeppninni sem getur einnig veitt flutning upp um deild.
Víkingar voru yfir að loknum fyrri hálfleik gegn Valsmönnum í Safamýri síðdegis, 13:10. Fram eftir síðari hálfleik voru leikmenn áfram með yfirhöndina.
Valur skoraði sex mörk í röð á tíu mínútna kafla. Breyttist staðan úr 19:16 Víkingi í hag í 22:19 Val í vil. Eftir það voru Valsmenn með yfirhöndina allt til leiksloka.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Víkingur – Valur 2 29:31 (13:10).
Mörk Víkings: Ísak Óli Eggertsson 9, Kristófer Snær Þorgeirsson 6, Sigurður Páll Matthíasson 4, Ásgeir Snær Vignisson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Felix Már Kjartansson 1, Hilmar Már Ingason 1, Kristján Helgi Tómasson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Rytis Kazakevicius 1.
Varin skot: Hilmar Már Ingason 13, Stefán Huldar Stefánsson 3.
Mörk Vals 2: Dagur Leó Fannarsson 13, Logi Finnsson 7, Daníel Montoro 4, Sigurður Atli Ragnarsson 3, Jóhannes Jóhannesson 3, Dagur Ármannsson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 12.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Hörður – Grótta 32:32 (18:15).
Mörk Harðar: Endijs Kusners 12, Sérgio Barros 9, Pétur Þór Jónsson 4, Shuto Takenaka 4, Axel Vilji Bragason 2, Pavel Macovchin 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 18, Arturs Kugis 1.
Mörk Gróttu: Gunnar Hrafn Pálsson 10, Bessi Teitsson 6, Atli Steinn Arnarson 5, Antoine Óskar Pantano 4, Sæþór Atlason 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Hannes Grimm 1, Hannes Pétur Hauksson 1, Kári Kvaran 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 6, Þórður Magnús Árnason 2.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
HK 2 – HBH 32:27 (18:9).
Mörk HK 2: Styrmir Hugi Sigurðarson 7, Örn Alexandersson 7, Hallgrímur Orri Pétursson 4, Kristófer Stefánsson 4, Ingibert Snær Erlingsson 3, Jakob Már Kjartansson 3, Pálmar Henry Brynjarsson 2, Mikael Máni Weisshappel Jónsson 2.
Varin skot: Patrekur Jónas Tómasson 4, Egill Breki Pálsson 3.
Mörk HBH: Hinrik Hugi Heiðarsson 10, Egill Oddgeir Stefánsson 7, Andri Magnússon 3, Ívar Bessi Viðarsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 1, Einar Bent Bjarnason 1, Gabríel Ari Davíðsson 1, Heimir Halldór Sigurjónsson 1, Nökkvi Guðmundsson 1.
Varin skot: Gabríel Ari Davíðsson 5, Helgi Þór Adolfsson 3.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Hvíti riddarinn – Haukar 2 27:30 (12:14).
Mörk Hvíta riddarans: Kristján Andri Finnsson 7, Leó Halldórsson 5, Brynjar Búi Davíðsson 4, Jökull Ari Sveinsson 3, Daníel Bæring Grétarsson 2, Leó Róbertsson 2, Magnús Kári Magnússon 2, Alexander Sörli Hauksson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.
Varin skot: Sigurjón Bragi Atlason 13.
Mörk Hauka 2: Daníel Wale Adeleye 7, Jón Karl Einarsson 7, Daníel Máni Sigurgeirsson 4, Egill Jónsson 4, Gústaf Logi Gunnarsson 3, Helgi Marinó Kristófersson 3, Ari Dignus Maríuson 1, Jónsteinn Helgi Þórsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 10.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Fjölnir – Selfoss 2 27:40 (16:20).
Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 8, Alex Máni Oddnýjarson 4, Kristján Ingi Kjartansson 4, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 4, Óli Fannar Pedersen 3, Heiðmar Örn Björgvinsson 2, Bergur Bjartmarsson 1, Viktor Berg Grétarsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 6, Pétur Þór Óskarsson 2.
Mörk Selfoss 2: Hákon Garri Gestsson 10, Jason Dagur Þórisson 8, Dagur Rafn Gíslason 5, Daníel Arnar Víðisson 5, Ragnar Hilmarsson 4, Dagbjartur Máni Björnsson 3, Bjarni Valur Bjarnason 2, Bartosz Galeski 1, Hilmar Bjarni Ásgeirsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Ísak Kristinn Jónsson 14, Einar Gunnar Gunnlaugsson 1.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Fram 2 – ÍH 27:36 (11:17).
Mörk Fram 2: Alex Unnar Hallgrímsson 9, Arnþór Sævarsson 5, Gabríel Jónsson Kvaran 4, Tindur Ingólfsson 3, Alexander Bridde Elíasson 1, Dagur Árni Sigurjónsson 1, Kristófer Tómas Gíslason 1, Jón Sigurður Bjarnason 1, Sigurður Bjarki Jónsson 1, Steinar Már Einarsson Clausen 1.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 11.
Mörk ÍH: Brynjar Narfi Arndal 9, Ómar Darri Sigurgeirsson 9, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 8, Eyþór Örn Ólafsson 2, Róbert Dagur Davíðsson 2, Þórarinn Þórarinsson 2, Axel Þór Sigurþórsson 1, Daníel Breki Þorsteinsson 1, Hákon Ingi Garðarsson 1, Veigar Snær Sigurðsson 1.
Varin skot: Kristján Rafn Oddsson 11, Jóhannes Andri Hannesson 1.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.




