- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gaman að leika gegn framliggjandi vörn

Thea Imani Sturludóttir, Val, sækir að vörn KA/Þórs í vor. Hún skoraði níu mörk gegn HK í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Það er alltaf hættulegt að mæta HK ef maður er ekki á fullu. Þá getur illa farið. Leikmenn liðsins eru baráttuglaðir og heimavöllurinn er erfiður. Þar af leiðandi er ekkert gefið gegn þeim. Við héldum einbeitingu til loka og uppskárum samkvæmt því,“ sagði Thea Imani Sturludóttir markahæsti leikmaður Vals í sigurleiknum á HK, 23:19, í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Kórnum í dag.


Thea skoraði níu mörk í 11 skotum átti þrjár stoðsendingar. Segja má að hún hafi farið á kostum og verið sá leikmaður sem munaði hvað mest um þegar leikurinn var gerður upp. Thea sagði 5/1 vörn HK henta sér vel.

„Ég fékk mjög gott pláss til þess að hreyfa mig. Þegar maður kemst á rétt tempó þá er allt hægt. Ég hef gaman af því að leika gegn framliggjandi vörn eins og HK. Þau eru ekki mörg liðin sem leika svona varnarleik og þess vegna er um gera að nota tækifærið,“ sagði Thea sem mun nýta næstu daga til þess að búa sig undir undanúrslitaleikinn við Fram í Coca Cola-bikarnum sem fram fer á fimmtudaginn í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.

Lovísa er hörkutól

„Það verður hörkuleikur. Undibúningur hefst bara strax á morgun,“ sagði Thea sem vonast til, eins og aðrir leikmenn að meiðsli þau sem Lovísa Thompson varð fyrir síðla í leiknum í dag séu ekki alvarleg. „Lovísa er hörkutól. Ég á ekki von á öðru en hún hristi þetta af sér og verði með okkur á fimmtudaginn,“ sagði Thea Imani Sturludóttir stórskytta Vals í samtali við handbolta.is eftir sigurinn í Kórnum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -