- Auglýsing -
- Haukur Þrastarson skoraði sex mörk og gaf þrjár stoðsendingar þegar Rhein-Neckar Löwen lagði Wetzlar í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Wetzlar. Rhein-Neckar Löwen er í 9. sæti af 18 liðum deildarinnar með 14 stig eftir 14 leiki. Wetzlar er á meðal neðstu liða, situr í 16. sæti af 18 liðum með fimm stig. Farið er að hitna hressilega undir Momir Ilic þjálfara sem tók við þjálfun liðsins undir lok síðustu leiktíðar.
- Porto, sem Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með, vann Arsenal Clube Devesa með 25 marka mun, 51:26, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Þorsteinn Leó er því miður fjarverandi handknattleiksvöllinn þessa dagana vegna meiðsla.
- Í fyrrakvöld tapaði Drammen HK fyrir Bergen Handball, 44:34, á 11. umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Leikið var í Bergen. Ísak varði 4 skot, 13%, í marki Drammen þann tíma sem hann stóð vaktina. Drammen er í 5. sæti með 13 stig eftir leikina 11, sex stigum á eftir Elverum sem er efst.
- Dagur Gautason skoraði sjö mörk fyrir ØIF Arendal í naumu tapi fyrir Follo HK, 40:39, í 11. umferð norsku úrvalsdeildarinnar á miðvikudagskvöld. ØIF Arendal er í 10. sæti af 14 liðum deildarinnar með átta stig.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -



