- Auglýsing -
- Elvar Ásgeirsson var valinn maður leiksins hjá Ribe-Esbjerg þegar hann skoraði sex mörk úr sjö skotum og gaf sex stoðsendingar er lið hans, Ribe-Esbjerg, vann Mors-Thy í hörkuleik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld, 15. umferð. Elvar lét einnig að vanda til sín taka í vörninni og var einu sinni vikið af leikvelli.
- Ribe-Esbjerg situr áfram í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir 15 leiki. Mors-Thy er í öðru sæti með 15 stig.
- Selfyssingurinn Ísak Gústafsson var í liði 14. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Ísak sem gekk til liðs við TMS Ringsted í sumar skoraði sex mörk í sex skotum þegar liðið vann Grinsted, 35:31, á heimavelli síðasta laugardag.
- Þetta er í fyrsta sinn sem Ísak er í liði umferðarinnar á leiktíðinni og aðeins í annað sinn sem íslenskur handknattleiksmaður er þar á meðal. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður Skanderborg var í liði umferðarinnar fyrr á keppnistímabilinu.
- TMS Ringsted er í 11. til 13. sæti deildarinnar með níu stig eftir 14 leiki ásamt Nordsjælland og Fredericia HK.
- Auglýsing -




