- Auglýsing -
- Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að fara á kostum með Kadetten Schaffhausen í A-deildinni í Sviss. Hann skoraði níu mörk í 10 skotum þegar liðið vann BSV Bern í hörkuleik á heimavelli í gær, 31:30. Fjögur markanna skoraði Óðinn Þór úr vítaköstum. Kadetten hefur unnið alla 15 leiki sína til þessa og er átta stigum á undan Pfadi Winterthur sem tapaði hefur tveimur leikjum af 11. HC Kriens er með 16 stig en hefur aðeins leikið 10 leiki.
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot, 18%, þann tíma sem hann var í marki Barcelona í gær í stórsigri liðsins á Rebi Balonmano Cuenca, 42:22, í ellefta sigurleik Barcelona í spænsku deildinni á leiktíðinni.
- Ísak Steinsson átti góðan leik í marki Drammen HK þegar liðið vann Bækkelaget, 31:26, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Leikið var í Ósló. Ísak varði 12 skot, þar af eitt vítakast, 34%, þann tíma sem hann var í marki Drammen. Drammen HK er í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig eftir 13 leiki. Elverum og Kolstad sem eiga leiki í dag eru í efstu tveimur sætunum.
- Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk í góðum sigri Eintracht Hagen á Lübbecke, 28:21, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær, 28:21, á útivelli. Hagen er í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Bietigheim þegar flest lið deildarinnar hafa leikið 14 leiki.
- Viktor Petersen Norberg skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar þegar Elbflorenz vann Hüttenberg, 37:33, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Elbflorenz fór upp í annað sæti deildarinnar með 23 stig eftir leiki með þessu sigri. Liðið er aðeins stigi á eftir Bietigheim sem er efst. Balingen er í þriðja sæti með 22 stig.
- Birgir Steinn Jónsson skoraði tvö mörk í fjórum skotum þegar lið hans IK Sävehof gerði jafntefli við IF Hallby, 31:31, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. IK Sävehof situr í sjötta sæti deildarinnar af 14 liðum með 15 stig eftir 13 leiki. Malmö og Hammarby eru efst með 22 og 21 stig.
- Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í AEK Aþenu unnu Ionikos 33:24 í 12. umferð efstu deildar gríska handknattleiksins í gær. AEK er efst í deildinni sem fyrr með 22 stig eftir 12 leiki, fjórum stigum og tveimur leikjum á undan Olympiakos. PAOK hefur 18 stig eftir 11 leiki og fyrrnefnt Ionikos 15 stig í þriðja sæti.
- Úlfar Páll Monsi Þórðarson var ekki í leikmannahópi RK Alkaloid þegar liðið vann stórsigur á heimavelli gegn HC Radovish, 45:25, í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu í gær. RK Alkaloid er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig eftir leiki, fimm stigum á eftir Vardar sem er efst með 28 stig að loknum 14 leikjum.
- Auglýsing -



