Haukar unnu sannkallaðan stórsigur á KA/Þór í Kuehne+Nagel-höllinni á Ásvöllum í dag, 35:20, og fóru upp í 5. sæti Olísdeildar með níu stig. Haukar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þegar svo virtist sem það væri aðeins eitt lið á vellinum. Staðan í hálfleik var 24:10 og 13:5 þegar 15 mínútur voru liðnar af leiktímanum.
Mikill kraftur var í leikmönnum Hauka sem ætluðu sér greinilega að hefja leiktíðina á nýjan leik af miklum móð. Það reyndist auðvelt því Akureyrarliðið var nánast eins og áhorfandi að eigin leik fyrir utan að vera með yfirhöndina í blábyrjuninni, 0:1 og 1:2.
Mesti móðurin rann af Haukaliðinu í síðari hálfleik og leikurinn jafnaðist aðeins til viðbótar við að KA/Þórsarar virtust aðeins hafa náð áttum. Það dugði skammt enda í óefni komið.
Mörk Hauka: Rakel Oddný Guðmundsdóttir 11, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 9/2, Sara Marie Odden 8, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12/2, 42,9% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2/1, 33,3%.
Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 5/2, Tinna Valgerður Gísladóttir 5/1, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Anna Petrovics 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Trude Blestrud Hakonsen 2.
Varin skot: Matea Lonac 6, 21,4% – Bernadett Leiner 2, 13,3%.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.



