- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Áratugur síðan Wiegert tók við þjálfun SC Magdeburg

- Auglýsing -

Í dag eru 10 ár síðan einn sigursælasti þjálfari í evrópskum handknattleik á síðari árum, Bennet Wiegert, tók við þjálfun þýska karlaliðsins SC Magdeburg. Wiegert var ráðinn í kjölfar þess að Geir Sveinsson var leystur frá störfum.

Wiegert er 43 ára gamall. Undir hans stjórn hefur lið félagsins unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum, þrisvar unnið heimsmeistaramót félagsliða, tvisvar orðið þýskur meistari og bikarmeistari auk sigurs í Evrópudeildinni vorið 2021.


Nú um stundir er Magdeburg efst í þýsku 1. deildinni með 31 stig eftir 16 leiki auk þess að hafa unnið 10 fyrstu leikina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Áður en Wiegert tók við þjálfun SC Magdeburg fyrir áratug lék hann með liði félagsins frá 1998 til 2004, var með hjá Wilhelmshavener HV 2004 til 2006 og Gummersbach 2006 til 2007. Leikmannaferlinum lauk Wiegert með SC Magdeburg frá 2007 til 2013. Hann hefur leikið fimm landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði 14 mörk.

Faðir Bennets, Ingolf Wiegert, var einn þekktasti handknattleiksmaður Austur-Þýskalands og tók þátt í 225 landsleikjum auk þess að leika með SC Magdeburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -