Þegar 15. og síðustu umferð Olísdeildar karla lauk í gærkvöld voru leikir umferðarinnar að vanda gerðir upp í Handboltakvöldi. FH-ingurinn Garðar Ingi Sindrason var valinn leikmaður umferðarinnar. Hann dró félaga sína áfram í naumum sigri á Stjörnunni, 33:31, í Kaplakrika.
Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Garðar Sindri er leikmaður umferðarinnar. Hann hreppti hnossið eftir 10. umferð og er þriðji leikmaðurinn sem valinn er leikmaður umferðarinnar í annað sinn á keppnistímabilinu. Hinir eru Freyr Aronsson, Haukum fyrir 5. og 13. umferð og KA-maðurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem skaraði sérstaklega fram úr í 2. og 11. umferð.
Lið 15. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Andri Freyr Friðriksson, Aftureldingu 1*.
Hægri skytta: Arnór Snær Óskarsson, Val 4*.
Miðjumaður: Garðar Ingi Sindrason, FH 3* .
Vinstri skytta: Hans Jörgen Ólafsson, Stjörnunni 1*.
Vinsta horn: Hannes Höskuldsson, Selfossi 3*.
Línumaður: Jón Bjarni Ólafsson, FH 2*.
Markvörður: Arnór Máni Daðason, Fram 2*.
Varnarmaður: Dagur Fannar Möller, Fram 1*.
(Hversu oft í liði umferðarinnar)
Þjálfari umferðarinnar: Einar Jónsson, Fram 1*.
Leikmaður 15. umferðar: Garðar Ingi Sindrason, FH 2*.
(*Hversu oft í valinn þjálfari og leikmaður umferðarinnar).



