Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla valdi í morgun þá 18 leikmenn sem hann ætlar að hafa í hóp sínum á Evrópumótinu sem hefst 15. janúar.
Athygli margra vekur að Alfreð valdi hægri hornamanninn Mathis Häseler hjá Gummersbach umfram hinn reynda Timo Kastening leikmann MT Melsungen. Häseler er einn þeirra sem voru í sigurliði Þýskalands á HM 21 árs landsliða sumarið 2023. Alls eru sex leikmenn úr því liði í A-landsliðinu að þessu sinni. Häseler er þó sá eini af sex menningunum sem tekur þátt í stórmóti A-landsliða í fyrsta sinn.
Dahmke í stað Freihöfer
Einnig þykir það tíðindum sæta í Þýskalandi að Tim Freihöfer leikmaður Füchse Berlin er ekki í hópnum. Í hans stað valdi Alfreð hornamanninn þrautreynda hjá HTW Kiel Rune Dahmke ásamt Lukas Mertens hornamanni SC Magdeburg.
Þýska landsliðið verður í A-riðli á EM ásamt landsliðum Austurríkis, Serbíu og Spánar. Fyrsti leikurinn verður gegn Austurríki 15. janúar. Leikir riðilsins fara fram í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi.
Þýski EM-hópurinn:
Markverðir:
David Späth (Rhein-Neckar Löwen).
Andreas Wolff (THW Kiel).
Vinstra horn:
Rune Dahmke (THW Kiel).
Lukas Mertens (SC Magdeburg).
Vinstri skyttur:
Marko Grgic (SG Flensburg-Handewitt).
Tom Kiesler (VfL Gummersbach).
Julian Köster (VfL Gummersbach).
Matthes Langhoff (Füchse Berlin).
Miro Schluroff (VfL Gummersbach).
Miðjumenn:
Juri Knorr (Aalborg Handbold).
Nils Lichtlein (Füchse Berlin).
Hægri skyttur:
Franz Semper (SC DHfK Leipzig).
Renars Uscins (TSV Hannover-Burgdorf).
Hægra horn:
Mathis Häseler (VfL Gummersbach).
Lukas Zerbe (THW Kiel).
Línumenn:
Justus Fischer (TSV Hannover-Burgdorf).
Johannes Golla (SG Flensburg-Handewitt).
Jannik Kohlbacher (Rhein-Neckar Löwen).




