- Auglýsing -
Hæfileikamótun HSÍ fór fram um nýliðna helgi í Egilshöll fyrir 2012 árganginn. Um 100 krakkar voru tilnefnd af aðildarfélögum HSÍ til þátttöku en þetta var í annað sinn sem Hæfileikamótun HSÍ fer fram þetta tímabilið.
Hæfileikamótun HSÍ er krefjandi en jafnframt skemmtilegt verkefni fyrir krakkana. Æft var frá föstudegi til sunnudags auk fyrirlestra. Elín Klara Þorkelsdóttir og Sara Sif Helgadóttir, A-landsliðskonur, mættu á æfingu og fóru yfir lykilatriði til að ná árangri, undirbúning fyrir leiki með landsliðinu og upplifun sína af síðasta stórmóti.
2012 árgangurinn er gríðarlega efnilegur hópur með hæfileikaríkum leikmönnum sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni, segir í tilkynningu HSÍ.
- Auglýsing -



