Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hélt af landi brott í morgun áleiðis til Eskilstuna í Svíþjóð þar sem það mætir sænska landsliðinu í fyrstu umferð 6. riðils undankeppni Evrópumótsins á fimmtudaginn. Arnar Pétursson valdi í síðustu viku 19 leikmenn til æfinga. Af þeim fóru 16 utan í morgun. Þær sem eftir urðu heima er Aldís Ásta Heimisdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir úr KA/Þór og Saga Sif Gísladóttir, markvörður frá Val.
Tveir leikmenn koma til með að leika sinn fyrsta landsleik í Eskilstuna á fimmtudaginn, Berglind Þorsteinsdóttir, HK, og Elísa Elíasdóttir úr ÍBV. Elísa er yngst í hópnum, aðeins 17 ára gömul.
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (30/0).
Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1).
Aðrir leikmenn:
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (0/0).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (23/20).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (0/0).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (5/4).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (42/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (81/82).
Lovísa Thompson, Val (24/50).
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (31/41).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (99/209).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (3/5).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43).
Thea Imani Sturludóttir, Val (45/58).
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (29/28).
Starfsmenn:
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari.
Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarþjálfari.
Hlynur Morthens, markvarðaþjálfari.
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri.
Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari.
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, fararstjóri.
Leikur Svíþjóðar og Íslands hefst klukkan 17 á fimmtudaginn.
Handbolti.is slóst í för með landsliðinu til Svíþjóðar og mun flytja fréttir af vettvangi.