Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik og Evrópumeistara SC Magdeburg, er á meðal leikstjórnenda sem eru til sérstakrar umfjöllunar hjá sænska miðlinum Handbollskanalen.
Gísli Þorgeir er þar einn af fimm leikmönnum sem teljast til bestu leikstjórnenda sem senn taka þátt á Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Mælt með því að fylgjast sérstaklega með Ómari Inga
Óttalaus og gífurlega mikilvægur
„Þegar kemur að leikstjórnandastöðunni hjá Magdeburg er það Gísli Kristjánsson sem á hana skuldlaust. Hann hefur verið beittur í haust og er enn einn sá besti í heiminum í stöðunni. Fljótur, skapandi, óttalaus og gífurlega mikilvægur Íslandi á Evrópumótinu,“ segir í umfjöllun Handbollskanalen um Gísla Þorgeir.
Hinir fjórir leikstjórnendurnir sem fjallað er um eru Nedim Remili og Aymeric Minne hjá Frakklandi, Felix Claar hjá Svíþjóð og Juri Knorr hjá Þýskalandi.
Í eldlínunni í kvöld
Ísland mætir Slóveníu í æfingamóti í París í Frakklandi klukkan 17.30 í dag og svo annað hvort Frakklandi eða Austurríki á sunnudag. Gísli Þorgeiri verður þar í eldlínunni.
Eftir það hefur íslenska liðið keppni í F-riðli Evrópumótsins með leik gegn Ítalíu í Kristianstad 16. janúar.
Leikir Íslands á æfingamótinu í Frakklandi:
Föstudagur 9. jan.: Ísland - Slóvenía, kl. 17.30.
Sunnudagur 11. jan.: Ísland - Austurríki eða Frakkland, kl. 13.30.
Sjá ennfremur: EM karla 2026 – leikdagar, leikstaðir, leiktímar



