- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Handboltahöllin: Svo mikil læti í sóknarleiknum

- Auglýsing -

Keppni hófst á nýjan leik í Olísdeild kvenna síðasta laugardag. Handboltahöllin, vikulegur þáttur um handbolta, hóf þar með göngu sína aftur eftir jólaleyfi. Í gærkvöld var farið yfir viðureignir 12. umferðar Olísdeildar kvenna og vonbrigðatímabil Hauka, sem töpuðu 23:20 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum.

Ásbjörn Friðriksson, annar sérfræðingur Handboltahallarinnar, sagði það gefa auga leið að Haukar sakni Elínar Klöru Þorkelsdóttur, sem var seld til IK Sävehof í sumar, og Rutar Arnfjörð Jónsdóttur, sem er barnshafandi.

„Þú missir Elínu Klöru, svo missirðu Rut líka. Þá ertu í vandræðum með miðjustöðuna finnst mér. Mér finnst Embla [Steindórsdóttir] vera öflugur miðjumaður en hún kannski stýrir ekki leiknum fyrir þær. Það er svo lítil ró á boltann þegar hún er með tveimur skyttum.

Mér finnst svo mikil læti í sóknarleiknum. Mér finnst sóknarleikurinn þeirra ekki nægilega góður, sem hann myndi vera ef þú værir með Emblu og svo Rut hægra megin. Það gefur þessa afslöppun og þá færðu bæði Rut betri og Emblu,“ sagði Ásbjörn.

Nánar er fjallað um leikinn í myndskeiði hér fyrir ofan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -