- Auglýsing -
Þóra Hrafnkelsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna að láni frá Haukum út yfirstandandi tímabil. Þetta tilkynnti handknattleiksdeild Stjörnunnar á samfélagsmiðlum í morgun.
Þóra er 19 ára gömul og leikur sem vinstri hornamaður. Hún lék níu leiki og skoraði eitt mark fyrir Hauka í Olísdeildinni á tímabilinu.
„Þóra er snögg, með góða skottækni, vinnusöm, frábær karakter og hún mun styrkja okkar lið bæði innan vallar sem utan. Við hlökkum mikið til að vinna með henni,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir þjálfari Stjörnunnar í tilkynningunni.
Stjarnan heimsækir Fram í Úlfarsárdal í fyrsta leik 13. umferð Olísdeildarinnar klukkan 20 í kvöld.
- Auglýsing -



