- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Staðan er fín – allir með á fyrstu æfingu í Kristinstad Arena

- Auglýsing -

„Staðan í leikmannahópnum er fín. Allir tóku þátt í góðri æfingu áðan að Þorsteini undanskildum,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann að máli í Kristianstad Arena á Skáni í kvöld. Farið er að hilla undir lok á löngum degi hjá leikmönnum og starfsmönnum landsliðsins sem risu árla úr rekkju í París í morgun og leggjast brátt til hvílu í Kristianstad á suðvesturhluta Svíþjóðar.


Tveir sólarhringar eru í fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM, gegn Ítalíu.

„Meðan allir þeir sem hafa æft og leikið síðustu daga geta æft þá er staðan góð,“ sagði Snorri Steinn og bætir við að staðan á Þorsteini Leó sé sú sama og áður. Hann taki framförum en enn er of snemmt að segja til um hvenær hann fer á fulla ferð á æfingum með landsliðinu.

Bíður bara eftir grænu ljósi

„Staðan varðandi Þorstein er óbreytt að því leytinu til að hann æfir ekki með okkur. Mér er sagt að hann sýni framfarir en þar sem ég er ekki menntaður í læknisfræðum þá læt ég aðra um að sjá um Þorstein og met hans stöðu. Ég bíð bara eftir grænu ljósi frá mér menntaðri mönnum, en víst er að Þorsteinn þokast í rétta átt. Hins vegar er alltof snemmt að slá einhverju föstu um hvort og þá hvenær hann verður með okkur,“ sagði Snorri Steinn.

Sautján leikmenn í riðlakeppninni

„Ég er með sautján heila leikmenn. Ég er að vinna með þeim. Að því leytinu hefur staðan ekkert breyst. Leikmennirnir sautján leika viðureignirnar í riðlakeppninni. Þegar og ef Steini bætist við verður hann hreinn bónus fyrir okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í viðtali við handbolta.is í Kristianstad í kvöld.

Flautað verður til leiks á EM í handknattleik karla á morgun þegar keppni hefst í A-riðli Herning og C-riðli í Bærum í Noregi.

EM karla 2026 – leikdagar, leikstaðir, leiktímar

EM 2026.

A-landslið karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -