- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

EM-molar: Íslendingar í eldlínunni á fyrsta keppnisdegi

- Auglýsing -
  • Spánverjar og Serbar leika annan upphafsleik EM karla í handknattleik. Lið þjóðanna mætast í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi klukkan 17. Svo vill til að liðin voru saman í riðli í undankeppninni. Spánverjar unnu heimaleik sinn með tveggja marka mun. Serbar svöruðu fyrir sig með tveggja marka sigri á heimavelli. Spánn varð í efsta sæti riðilsins.
  • Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Spánar og Serbíu í Jyske Bank Boxen. Leikurinn verður sendur út á aðalrás RÚV.
  • Spánn hefur oftast unnið verðlaun á EM karla; tvenn gullverðlaun, fimm silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
  • Grannþjóðirnar, Austurríki og Þýskaland, mætast í síðari viðureign A-riðils í kvöld í Jyske Bank Boxen, klukkan 19.30. Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem varð í fjórða sæti á EM á heimavelli fyrir tveimur árum.

Með á öllum nema einu

  • Þýskaland hefur verið með á öllum Evrópumótum karla frá upphafi að EM 2014 í Danmörku undanskildu. Þýska landsliðið hefur leikið 106 leiki til þessa í lokakeppni EM og unnið 55 leiki, gert 13 jafntefli og tapað 38 leikjum. Þýskaland vann EM 2004 og 2016, í síðara skiptið með Dag Sigurðsson í þjálfarastól.
  • Þetta verður fjórði leikur Austurríkis og Þýskalands í lokakeppni EM frá árinu 2020. Hægt verður að fylgjast með leik Þýskalands og Austurríkis á RÚV 2 frá og með kl. 19.30.
  • Tékkar og Frakkar eigast við í fyrsta leik C-riðils í Bærum í Noregi klukkan 17. Tékkar hafa einu sinni verið á meðal efstu þjóða í lokakeppni EM. Þeir höfnuðu í sjötta sæti á EM 2018.
  • Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar í handknattleik karla. Þeir unnu einnig EM 2006, 2010 og 2014.

Stutt í 200 mörkin

  • Norska landsliðið hefur þátttöku á EM karla klukkan 19.30 með viðureign við Úkraínumenn. Norðmaðurinn Sander Sagosen getur rofið 200 marka múrinn á EM í leiknum. Hann hefur þegar skorað 197 mörk. Þegar Sagosen nær 200 leikja markinu kemst hann upp fyrir Svíann Stefan Löwgren á lista markahæstu leikmanna í sögu EM.
  • Besti árangur Úkraínu á EM er 11. sætið á EM í Svíþjóð 2002. Þá voru þátttökuþjóðir 16 en eru nú 24.
  • Leikur Noregs og Úkraínu í Unity Arena í Bærum verður sendur út á RÚV.is.

EM 2026.

EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -