- Auglýsing -
Mikil eftirvænting ríkir hjá þeim 3.000 íslensku stuðningsmönnum sem eru mættir til Kristianstad í Svíþjóð til að fylgja íslenska karlalandsliðinu í handknattleik eftir á Evrópumótinu.
Ísland hefur leik gegn Ítalíu í F-riðli klukkan 17 í dag og hituðu stuðningsmenn upp fyrir leikinn á „fan-zonei“ (innsk. samkomusvæði stuðningsmanna).
Hreimur Örn Heimisson tók lagið og sömuleiðis Ástarpungarnir frá Siglufirði við mikla gleði viðstaddra, sem eru allir klárir í slaginn fyrir fyrsta leik.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari tók nokkrar myndir af íslensku stuðningsmönnunum á fan-zoneinu sem má sjá hér fyrir neðan.
(smellið á myndirnar til að sjá þær stærri)
- Auglýsing -























