- Auglýsing -
Dana Björg Guðmundsdóttir, fyrirliði Volda, átti góðan leik fyrir liðið þegar það heimsótti Storhamar 2 í norsku B-deildinni og vann auðveldlega, 31:22, í 14. umferð deildarinnar í dag.
Dana Björg skoraði þrjú mörk fyrir Volda og gaf auk þess tvær stoðsendingar.
Volda er sem fyrr í fimmta sæti deildarinnar, nú með 21 stig, og er aðeins tveimur stigum á eftir Utleira í öðru sætinu.
- Auglýsing -




