- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Lærisveinar Dags sluppu með skrekkinn

- Auglýsing -

Króatía, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, vann nauman sigur á Georgíu, 32:29, í fyrstu umferð E-riðils Evrópumóts karla í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í kvöld.

Hvorki gekk né rak hjá Króatíu framan af fyrri hálfleik þar sem Georgía komst til að mynda sex mörkum yfir í stöðunni 5:11 og 6:12.

EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar

Þá bitu Króatar loks í skjaldarrendur og svöruðu með því að skora sjö mörk í röð. Staðan þá skyndilega orðin 13:12 og voru Króatar einu marki yfir, 15:14, í hálfleik.

Allt var í járnum megnið af síðari hálfleik en Króatía reyndist mun sterkari á lokamínútunum og vann að endingu þriggja marka sigur.

Giorgi Dikhaminjia, leikmaður KA, skoraði sex mörk fyrir Georgíu í leiknum og var næst markahæstur hjá liðinu.

Frakkland og Spánn í milliriðil

Frakkland tryggði sér sæti í milliriðli með auðveldum 46:26 sigri á Úkraínu í annarri umferð C-riðils í Unity Arena í Bærum í Noregi.

Evrópumeistarar Frakka eru með fjögur stig eftir tvo leiki og mæta Noregi í lokaumferðinni á mánudagskvöld.

Spánn tryggði sér einnig sæti í milliriðli með góðum sigri á Austurríki, 30:25, í A-riðli í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku.

Spánverjar eru með fjögur stig eftir tvo leiki og mæta lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi Þjóðverjum á mánudagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -