- Auglýsing -
Eitt furðulegasta mark sem um getur í handknattleikssögunni leit dagsins ljós í leik Dijon og Viborg í Evrópudeild kvenna í dag. Leiknum lauk með 30:30 jafntefli og var jöfnunarmark Dijon með nokkrum ólíkindum.
Leikmaður Dijon átti þá skot í stöng, þaðan fór boltinn í annan af dómurum leiksins, rúllaði þaðan í netið og sami dómari dæmdi mark.
Leikmenn Viborg mótmæltu hástöfum en ákvörðuninni var ekki haggað og því um síðasta mark leiksins að ræða.
Myndskeið af þessu ótrúlega marki má sjá hér:
- Auglýsing -



