- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Danmörk auðveldlega í milliriðil

- Auglýsing -

Danmörk lenti ekki í neinum vandræðum með Rúmeníu og vann 39:24 í annarri umferð B-riðils Evrópumóts karla í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku í kvöld. Þar með er Danmörk komin áfram í milliriðil.

Danmörk er með fjögur stig á toppnum, Portúgal er í öðru sæti með þrjú stig, Norður-Makedónía er í þriðja sæti með eitt stig og Rúmenía rekur lestina án stiga og er úr leik. Danmörk og Portúgal mætast í lokaumferð riðilsins á þriðjudagskvöld.

EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar.

Mathias Gidsel var markahæstur hjá Danmörku með níu mörk. Simon Pytlick og Mads Hoxer skoruðu átta mörk hvort. Kevin Møller varði 17 skot í markinu og var með 42,5% hlutfallsmarkvörslu.

Fyrr í kvöld höfðu Portúgal og Norður-Makedónía gert jafntefli, 29:29.

EM 2026.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -