- Auglýsing -
Ungverjaland hafði betur gegn Ítalíu, 32:26, í annarri umferð F-riðils Evrópumóts karla í Kristianstad Arena í Kristianstad í Svíþjóð í kvöld. Ungverjaland er þar með komið í milliriðil.
Ungverjaland jafnaði um leið Ísland að stigum í riðlinum þar sem bæði lið eru með fjögur stig. Ísland er á toppnum með betri markatölu. Liðin mætast í mikilvægum leik um hve mörg stig þau taka með sér í milliriðilinn á þriðjudagskvöld.
EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar.
Ítalir stóðu vel í Ungverjum stóran hluta leiksins, voru aðeins einu marki undir í hálfleik, en máttu að lokum játa sig sigraða.
Bence Imre var markahæstur í leiknum með níu mörk fyrir Ungverjaland.
Domenico Ebner varði 13 skot í marki Ítalíu.
- Auglýsing -



