- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Ævintýri Færeyja á enda

- Auglýsing -

Slóvenía lagði Færeyjar að velli, 30:27, í lokaumferð D-riðils Evrópumóts karla í Unity Arena í Bærum í Noregi í kvöld. Slóvenía vann riðilinn með fullu húsi stiga en Færeyjar sitja eftir með sárt ennið og eru úr leik.

Slóvenía tekur með sér tvö stig í milliriðil og Sviss, sem hafnaði í öðru sæti D-riðils, fer einnig í milliriðil en án stiga.

Sviss og Færeyjar fengu bæði þrjú stig og gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign sinni en Sviss fer áfram á betri markatölu.

Domen Makuc skoraði tíu mörk fyrir Slóveníu og Miljan Vujovic varði tíu skot af 23 og var þannig með 43,5% hlutfallsmarkvörslu.

Elias Ellefsen á Skipagøtu var markahæstur Færeyinga með níu mörk og Óli Mittún bætti við sjö mörkum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -