- Auglýsing -
Natasja Hammer, færeyskur leikmaður Stjörnunnar, átti frábæran leik fyrir liðið þegar það laut í lægra haldi fyrir Fram í 13. umferð Olísdeildarinnar í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í síðustu viku.
Handboltahöllin, vikulegur þáttur á mánudagskvöldum, tók saman helstu tilþrif Natösju í leiknum en hún skoraði 13 mörk, mörg hver stórglæsileg, og gaf eina stoðsendingu.
Leiknum lauk með 36:30 sigri Fram en verður Natösju tæpast kennt um tapið.
Stjarnan fær Hauka í heimsókn í Heklu höllina í Garðabæ í fyrsta leik 14. umferðar Olísdeildarinnar klukkan 19:30 í kvöld.
Myndskeið af tilþrifum Natösju má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Auglýsing -



