- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Þjálfari Portúgals táraðist eftir sigurinn magnaða

- Auglýsing -

Paulo Pereira, þjálfari Portúgals, var einkar hreykinn af lærisveinum sínum eftir að þeir unnu mjög óvæntan og glæsilegan sigur á heimsmeisturum Danmerkur á heimavelli þeirra síðarnefndu í Herning í lokaumferð B-riðils Evrópumóts karla í gærkvöldi.

Pereira gat ekki leynt tilfinningum sínum eftir leikinn og þerraði tárin áður en hann fór í viðtal hjá Handball Planet.

Þjálfari heimsmeistaranna vildi ekki kenna dómurum um tapið

Vörðumst og börðumst

„Við vörðumst vel en við börðumst svakalega mikið. Ég er afskaplega stoltur af þessum leikmönnum. Þeir eru ekki bara snjallir, þeir eru baráttumenn. Ég kann sífellt betur við þá.

Við skráðum okkur svolítið á spjöld sögunnar því við spiluðum hér með þessum áhorfendum og sýndum þessa frammistöðu. Við vorum stöðugir á meðan leiknum stóð. Við misstum aldrei stjórn á leikáætlun okkar,“ sagði Pereira meðal annars.

Viðtalið við Pereira má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -