- Auglýsing -
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kúveit töpuðu með minnsta mun, 28:27, fyrir Japan í öðrum riðli átta liða úrslita Asíumótsins í Kúveit í dag.
Kúveit tapaði sínum fyrsta leik á mótinu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri gegn Suður-Kóreu í lokaumferð riðilsins á sunnudag.
Asíumótið er einnig forkeppni HM 2027 þar sem liðin fjögur sem komast í undanúrslit fara beint á heimsmeistaramótið.
- Auglýsing -


