- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Aron stýrði Kúveit í undanúrslit – sæti á HM í höfn

- Auglýsing -

Aron Kristjánsson stýrði Kúveit til sigurs gegn Suður-Kóreu, 31:27, í lokaumferð riðlakeppni átta liða úrslita Asíumóts karla í Kúveit í dag. Þar með er sæti í undanúrslitum Asíumótsins og jafnframt sæti á HM 2027 í höfn.

Kúveit mætir Asíumeisturum síðustu sex móta, Katar, í undanúrslitum. Japan og fyrrverandi lærisveinar Arons í Barein mætast í hinum undanúrslitaleiknum.  Undanúrslitaleikirnir fara báðir fram á þriðjudaginn.

Jafnræði var með liðunum framan af leik. Suður-Kórea var einu marki yfir, 14:15, í hálfleik en þegar líða tók á síðari hálfleik sleit Kúveit sig frá andstæðingum sínum og vann að lokum öruggan fjögurra marka sigur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -