- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Langt frá því sem við eigum að sætta okkur við

- Auglýsing -

„Það er mjög svekkjandi að ná aldrei varnarleiknum upp. Svo einhvern veginn á þeim augnablikum sem við náum honum upp erum við svolítið fljótir á okkur og töpum boltanum. Þetta liggur klárlega varnarlega í dag,“ sagði Elliði Snær Viðarsson við handbolta.is eftir jafntefli Íslands við Sviss, 38:38, í milliriðli 2 á Evrópumótinu í Malmö í dag.

Elliði Snær fór ekki í grafgötur með það að Ísland eigi ekki að fá á sig 38 mörk í einum leik.

Sviss kippti Íslandi niður á jörðina – möguleikinn á undanúrslitum fjarlægist


„Þetta er bara langt yfir því sem við eigum að sætta okkur við. Hraður leikur og allt það en þrátt fyrir það eigum við að gera miklu betur,“ sagði hann.

Ekkert sem kom okkur í opna skjöldu

Elliði sagði ekkert í leik Sviss hafa komið Íslandi á óvart.

„Nei, það var ekkert sem kom okkur í opna skjöldu. Þeir gerðu bara það sem þeir voru að gera mjög vel og við náðum einhvern veginn ekki að stoppa það.

Þeir fara í mikið af árásum og tína okkur svolítið í sundur þannig að við náum aldrei hjálparvörninni inn í leikinn. Það eru kannski þau smáatriði sem við þurftum að gera betur.“

Svolítill næstum því leikur

Ísland gat stolið sigrinum í síðustu sókn leiksins. Hún fór hins vegar forgörðum, sem lýsir svolítið leiknum í heild.

„Þetta var svolítill næstum því leikur hjá okkur. Við komumst aldrei almennilega inn í þetta og erum einhvern veginn að elta allan leikinn. Eins og oft áður var ég samt með góða tilfinningu.

Mér leið eins og við værum að fara að brjóta þá á bak aftur en okkur vantaði kannski fimm mínútur í viðbót, eða að ná þessum góða kafla fimm mínútum fyrr. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða,“ sagði Elliði Snær Viðarsson að lokum í samtali við handbolta.is.

EM 2026.

A-landslið karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -