- Auglýsing -
Þýskaland, sem Alfreð Gíslason þjálfar, mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum í lokaumferð milliriðils 1 á Evrópumóti karla í Herning í Danmörku í dag.
Þýskalandi nægir jafntefli til þess að fylgja Danmörku í undanúrslitin en Frakkland, sem er ríkjandi Evrópumeistari, þarf á sigri að halda til þess að hrifsa sætið af Þjóðverjum.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, spurði Alfreð hvað Þýskaland þyrfti til þess að skáka Frakklandi og komast áfram. Ekki stóð á svörum.
„Við þurfum stöðuga vörn og og sterka markverði,“ sagði Alfreð. Svo mörg voru þau orð.
- Auglýsing -


