- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

„Einhver sagði að allt gæti gerst í milliriðli“

- Auglýsing -

„Þetta er frábært. Við erum stoltir og það er léttir líka,“ sagði Janus Daði Smárason í samtali við handbolta.is eftir frækinn sigur Íslands á Slóveníu í lokaumferð milliriðils 2 í Malmö Arena í Malmö í Svíþjóð í dag.

Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti í fyrsta sinn í 16 ár og í þriðja sinn í sögunni.

Ísland í undanúrslit með stórkostlegum sigri á Slóveníu

Eftir vonbrigða jafntefli við Sviss í gær virtist draumurinn um undanúrslitasæti vera svo gott sem úti. Jafntefli Ungverja við Svía í gærkvöldi gjörbreytti hins vegar stöðunni.

„Þetta var sérstakur dagur í gær. Það var einhver sem sagði að allt gæti gerst í milliriðli og ég held að það hafi allt gerst í þessum milliriðli. Við tökum það jákvæða úr þessu,“ sagði Janus Daði.

Förum inn í klefa og föðmumst aðeins

Var það veganestið sem þurfti í þennan leik?

„Mér fannst við gera þetta vel. Þetta var erfiður sólarhringur. Þetta krefst mikillar orku. Þetta var kannski mikilvægasti landsleikur sem við höfum allir spilað á ævinni en þú þarft samt að grafa djúpt ofan í og ná í eitthvað.“

Það var leikur í gær. Í dag fannst mér allir gera það sem þarf að gera, hver og einn, og mér fannst það skila sér inni á vellinum.

Ég held við megum bara vera stoltir af þessu og fara inn í klefa og faðmast aðeins. Svo er bara undirbúningur. Það er ferðadagur á morgun og svo er komið að þessu. Við getum leyft okkur eitthvað seinna,“ sagði hann.

Á heimavelli í Kristianstad og Malmö

Ísland ferðast til Herning í Danmörku á morgun gæti mætt heimsmeisturum Danmerkur á heimavelli þeirra í undanúrslitum á föstudag.

„Já, það er bara spennandi. Nú ætlum við að ná aðeins púlsinum niður. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir fólkið í stúkunni. Við erum búnir að vera að spila á heimavelli í Kristianstad, við fórum yfir á heimavöll í Malmö þar sem við spiluðum á móti Svíum.

Þetta er ofboðslega magnað og ég er bara þakklátur. Nú er bara að reyna að gefa fólkinu heima einn sigur í viðbót allavega, byrja á því,“ sagði Janus Daði Smárason að lokum í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -