- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður og ÍR áfram ósigruð – Kórdrengir unnu á Akureyri

Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Hörður og ÍR halda áfram sigurgöngu sinni í Grill66-deild karla í handknattleik og halda þar með áfram að fylgjast að í tveimur efstu sætum deildarinnar með sex stig hvort að loknum þremur leikjum. Hörður vann ungmennalið Vals í kvöld, 29:26, í Origohöllinni. Á sama tíma unnu ÍR-ingar liðsmenn Vængja Júpiters með 11 marka mun í Dalhúsum, 36:25.


Kórdrengir unnu leik í fyrsta sinn á Íslandsmóti í handknattleik karla er þeir lögðu Þór Akureyri, 30:26, í Höllinni á Akureyri eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10. Aron Hólm Kristjánsson lék ekki með Þór í leiknum en hann meiddist í leiknum við ÍR á síðasta laugardag.


ÍR-ingar voru mikið öflugri en Vængir í Dalhúsum. Þeir voru komnir með átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:11. Sigur þeirra var síður en svo í hættu þegar kom fram í síðari hálfleik. Vængirnir eru á botni deildarinnar án stiga eftir þrjá leiki.


VJ – ÍR 25:36 (11:19).
Mörk VJ.: Leifur Óskarsson 4, Gísli Steinar Valmundsson 4, Sigþór Gellir Michaelsson 3, Guðmundur Rögnvaldsson 3, Viktor Orri Sigurðsson 3, Gunnar Valur Arason 2, Albert Garðar Þráinsson 2, Ragnar Áki Ragnarsson 2, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Hlynur Már Guðmundsson 1.
Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 10, Bergþór Róbertsson 6, Gabríel Freyr Kristinsson 5, Ólafur Haukur Matthíasson 3, Eyþór Waage 3, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Tómas Starrason 2, Kristján Orri Jóhannsson 2, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Ólafur Atli Malmquist 1.

Þór Ak. – Kórdrengir 26:30 (10:13).
Mörk Þórs: Viktor Jörvar Kristjánsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Viðar Erni Reimarsson 5, Halldór Yngvi Jónsson 2, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson 1, Elvar Örn Jónsson, Auðunn Ingi Valtýsson 1, Kristján Gunnþórsson 1, Daníel Orri Bjarkason 1.
Mörk Kórdrengja:
Eyþór Hilmarsson 9, Matthías Daðason 7, Þorlákur S. Sigurjónsson 6, Birkir Fannar Bragason 2, Tómas Helgi Wehmeier 2, Egill Björgvinsson 2, Halldór Ingi Þorgrímsson 1, Arne Karl Wehmeier 1.

Valur U – Hörður 26:29 (14:14).
Mörk Vals U.: Breki Hrafn Valdimarsson 9, Andri Finnsson 7, Þorgeir Arnarsson 4, Jóel Bernburg 3, Róbert Nökkvi Petersen 2, Sigurður Bjarni Thoroddsen 1.
Mörk Harðar: Jón Ómar Gíslason 8, Guntis Pilpuks 6, Þráinn Ágúst Arnaldsson 4, Kenya Kasahara 3, Axel Sveinsson 2, Sigeru Hikawa 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Tadeo Ulisses Salduna 1, Rolands Lebedevs 1.

Leik Fjölnis og Berserkja var frestað.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -