- Auglýsing -
Kúveit, undir handleiðslu Arons Kristjánssonar, tryggði sér í dag bronsverðlaun á Asíumóti karla með því að leggja Japan að velli, 33:32, í bronsleiknum á heimavelli liðsins í Kúveit. Er þetta besti árangur Kúveit á mótinu í 18 ár.
Kúveit vann til silfurverðlauna á Asíumótinu 2008 og hafði fyrir það unnið mótið fjórum sinnum, síðast árið 2006.
Aron krækti þar með í verðlaun á sínu fyrsta stórmóti með Kúveit, sem hann tók við síðasta vor. Sæti á HM 2027 er sömuleiðis í höfn, en slík féllu efstu fjórum liðum Asíumótsins í skaut.
Áður hafði Aron þjálfað karlalið Barein um langt árabil. Barein mætir Katar, sem hefur unnið Asíumótið í síðustu sex skipti, í úrslitaleiknum síðar í dag.
- Auglýsing -



