Eftir þrotlausa vinnu stjórnar og starfsfólks skrifstofu HSÍ hefur Sérsveitinni, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í handbolta, verið tryggðir miðar á úrslitahelgi Evrópumóts karla í handknattleik. HSÍ segir frá þessu í kvöld.
Í tilkynningu frá HSÍ fyrr í dag kom fram að engar hópferðir yrðu í boði til úrslitahelgarinnar á vegum Icelandair, vegna skorts á miðum sem EHF úthlutaði Íslandi. Viðburðurinn er því uppseldur.
Þetta eru afar gleðileg tíðindi, þar sem dyggustu stuðningsmenn Íslands fá tækifæri til að vera á staðnum og hvetja strákana okkar til dáða á úrslitahelginni.
Ísland leikur til undanúrslita annað kvöld gegn Dönum klukkan 19.30 í Jyske Bank Boxen í Herning. Víst er að íslenska landsliðið leikur um verðlaun á mótinu á sunnudaginn.
„Eftir mjög stressandi sólarhring erum við mjög ánægð að tilkynna að við förum til Herning að styðja strákana okkar í að sækja Dolluna🏆. Takk Takk Takk!!!!!!!,“ segir í tilkynningu Sérsveitarinnar í kvöld.
Engar hópferðir til Herning – ekkert laust af miðum
HSÍ reynir að verða Sérsveitinni úti um miða – „Skandall af EHF“



