- Auglýsing -
Norðmennirnir Lars Jørum og Håvard Kleven fá það vandasama hlutverk að dæma viðureign Danmerkur og Íslands í undanúrslitum Evrópumóts karla í handknattleik í kvöld. Verður þetta annar Norðurlandaslagurinn á mótinu sem Jørum og Kleven dæma. Þeir dæmdu einnig viðureign Íslands og Svíþjóðar í Malmö Arena á sunnudaginn og fórst vel úr hendi.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Ísland hefur ekki leikið í undanúrslitum EM karla í 16 ár.
Eins og kom fram í gærkvöld dæma Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson viðureign Portúgal og Svíþjóðar um 5. sæti á EM í dag.
Króatarnir Bojan Lah og David Sok dæma hina viðureign undanúrslita í dag, leik Króatíu og Þýskalands.
- Auglýsing -


