Grótta vann auðveldan sigur á Aftureldingu, 33:22, í 15. umferð Grill 66 deildar kvenna í Myntkaup höllinni í Mosfellsbæ í kvöld. Fjölnir vann sömuleiðis öruggan sigur á Val 2, 36:29, í Fjölnishöllinni.
Grótta er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar en nú með 26 stig, jafnmörg og topplið HK sem á leik til góða. Afturelding er á botninum með níu stig.
Fjölnir er í fjórða sæti með tíu stig og Valur í því sjötta, einnig með tíu stig. Aðeins eitt stig skilur því liðin að í fjórða og áttunda sæti.
Úrslit leikja kvöldsins og markaskor
Afturelding – Grótta 22:33 (12:17).
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 13, Susan Ines Barinas Gamboa 4, Katrín Erla Kjartansdóttir 3, Arna Sól Orradóttir 1, Karen Hrund Logadóttir 1.
Varin skot: Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir 7.
Mörk Gróttu: Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 7, Katrín S. Scheving Thorsteinsson 7, Arndís Áslaug Grímsdóttir 4, Elísabet Ása Einarsdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Guðrún Þorláksdóttir 1, Edda Sigurðardóttir 1, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Edda Steingrímsdóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 3, Andrea Gunnlaugsdóttir 3.
Fjölnir – Valur 2 36:29 (19:13).
Mörk Fjölnis: Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 10, Berglind Benediktsdóttir 9, Sara Kristín Pedersen 6, Vera Pálsdóttir 3, Hildur Sóley Káradóttir 3, Tinna Björg Jóhannsdóttir 2, Signý Harðardóttir 1, Rósa Kristín Kemp 1, Guðrún Maryam Rayadh 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 11.
Mörk Vals 2: Sara Lind Fróðadóttir 7, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 4, Eva Steinsen Jónsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Sara Sigurvinsdóttir 2, Sara Sveinsdóttir 2, Anna Margrét Alfreðsdóttir 2, Hekla Hrund Andradóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 7.


