Frábæru handbolta móti lokið hjá okkur í HK handbolta.
Um nýliðna helgi mættu um 28 lið til keppni í fyrsta móti vetrarins í 5. flokki karla, yngra ár sem fram fór í umsjón HK í Kórnum í Kópavogi. Mótið er hluti af Íslandsmóti þessa flokks og var ótrúlega gaman að fylgjast með frábærum strákum taka gleði sína á ný eftir erfiða tíma síðasta vetur.
Það er skemmst frá því að segja að mótið gekk frábærlega og verður að hrósa öllum foreldrum sem mættu og voru til fyrirmyndar á mótinu.
Ekki voru strákarnir síðri og voru inni á milli meistara taktar hjá þeim. Afturelding 1 stóð uppi sem sigurvegari í 1.deild eftir mikla baráttu við Selfoss sem lenti í 2.sæti.
HK 1 vann 2. deild sannfærandi og spilar því í 1. deild í næsta móti. Valur 1 fylgir þeim upp eftir að hafa náð örðu sætinu í sömu deild.
3.deild í þessum móti var leikinn í tveim jöfnum deildum sem nefndar voru a og b. Hörður vann 3. deild a og Fram 1 bar sigur úr býtum í 3. deild b. Síða var hörku keppni í 4. deild sem endaði þannig að Víkingur 1 vann hana eftir mikla keppni við HK 3.
Þetta eru fyrstu mótið hjá þessum iðkendum þar sem leikið er á stórum velli og með 7 leikmenn inn á vellinum í einu. Leikmenn voru ekki í vandræðum með það og sáust oft fallegar línusendingar og flott tilþrif.
Mótshaldarar vilja koma á framfari þakklæti til leikmanna og þjálfara fyrir að gera mótið enn betra með góðri framkomu í garð dómara. Það er stór partur að leiknum að hafa góða dómara og það verður enginn leikur leikinn nema með dómurum. Þennig eru þessi mót eru líka hluti að skóla til framtíðar dómara félagana í landinu.
Við óskum öllum sigurverum til hamingju með sigrana og hinum liðunum fyrir frábæra keppni.
Áfram handboltinn.
(Frétttilkynning frá handknattleiksdeild HK).