- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeild kvenna – 4. umferð, samantekt

Karen Knútsdóttir, Fram, Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fjórðu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik lauk á laugardaginn. Helstu niðurstöður eru þessar:

HK - ÍBV 27:21 (14:9).
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8, Sara Katrín Gunnarsdóttir 7, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 5, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Þóra María Sigurðardóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 4, 16,7%.
Mörk ÍBV: Þóra Björg Stefánsdóttir 6/5, Karolina Olszowa 4, Sunna Jónsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Lina Cardell 2, Elísa Elíasdóttir 1, Marija Jovanovic 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11, 35,5%.
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skapaði sjö marktækfæri í leiknum, þar af voru fimm stoðsendingar. Hún tapaði boltanum fimm sinnum. Einnig skoraði Jóhanna átta mörk í 13 skotum, þar af nýtti hún þrjú af fjórum vítaköstum.
  • Sara Katrín skoraði sjö mörk í 11 tilraunum. Elna Ólöf Guðjónsdóttir skoraði fimm mörk í átta skotum og vann tvö vítaköst eins og Jóhanna Margrét.
  • Í vörninni var Tinna Sól Björgvinsdóttir umsvifamikil. Hún var með 11 lögleg stopp og nappaði boltanum einu sinni af andstæðingunum. Jóhanna Margrét var með 10 lögleg stopp, Elna Ólöf níu og Berglind Þorsteinsdóttir sjö. Hver þeirra stal boltanum einu sinni af ÍBV. Alexandra Líf Arnarsdóttir krækti boltanum í þrígang af leikmönnum ÍBV.
  • Karolina Olszowa og Marija Jovanovic sköpuðu þrjú marktækifæri hvor fyrir ÍBV en annars var dauft yfir tölfræði hjá Eyjaliðinu samkvæmt HBStatz.
  • Þóra Björg Stefánsdóttir skoraði sex mörk í átta skotum og sýndi mikið öryggi í vítaköstum, skoraði úr fimm og geigaði aldrei.
  • Eins og oft áður þá var Sunna Jónsdóttir aðsópsmikil í varnarleik ÍBV og stal boltanum einu sinni. Hún var með sex lögleg stopp. Olszowa náði fjórum löglegum stoppum og krækti boltanum einu sinni af leikmönnum HK. Elísa Elíasdóttir lék þann leik í þrígang auk þess að ná tveimur löglegum stoppum.
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz.
Eva Björk Davíðsdóttir var besti leikmaður Stjörnunnar gegn Val. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
Stjarnan - Valur 23:31 (15:13).
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 7/2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Stefanía Theodórsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Katla Magnúsdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 15, 35,7%.
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 9/5, Mariam Eradze 6, Auður Ester Gestsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir3, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 20, 46,5%.
  • Eva Björk Davíðsdóttir skapaði átta marktækifæri fyrir Stjörnuliðið, þar af voru fimm stoðsendingar. Hún nýtti einnig bæði vítaköstin sem liðið fékk fyrir utan að vera markahæst og um leið besti sóknarmaður leiksins samkvæmt HBStatz.
  • Lena Margrét Valdimarsdóttir skapaði fjögur marktækifæri, þar af voru fjórar stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir skapaði einnig fimm marktækifæri en skoraði hinsvegar ekki mark þrátt fyrir fimm tilraunir. Elísabet Gunnarsdóttir línukona Stjörnunnar nýtti fullkomlega fjögur markskot sín.
  • Katla María Magnúsdóttir átti þrjú lögleg stopp í vörn Stjörnunnar, stal boltanum einu sinni og varði eitt skot. Elena Elísabet Birgisdóttir náði tveimur löglegum stoppum í vörninni. Annars virtist lítið hafa verið um að vera í vörn Stjörnunnar í leiknum samkvæmt tölfræði HBStatz.
  • Thea Imani Sturludóttir skapaði fimm marktækifæri í sóknarleik Vals, þar af voru þrjár stoðsendingar. Hún var með fullkomna nýtingu í vítaköstum, fimm af fimm. Mariam Eradze skoraði sex mörk í 10 skotum og skapaði tvö marktækifæri.
  • Auður Ester Gestsdóttir skoraði úr sex af átta skotum sínum, flestum úr hægra horni. Elín Rósa Magnúsdóttir var konan á bak við þrjú marktækifæri Vals.
  • Thea Imani náði fjórum löglegum stoppum í vörn Vals og Elín Rósa tveimur. Annars virðist hafa verið rólegt yfir varnarleik Vals samkvæmt tölfræði HBStatz.
  • Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz. Hún var með 46,5% markvörslu, 20 skot af 43.
Auður Ester Gestsdóttir og Thea Imani Sturludóttir, leikmenn Vals. Mynd/HSÍ
Fram - KA/Þór 27:25 (11:14).
Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 9/2, Ragnheiður Júlíusdóttir 8/3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Emma Olsson 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 15, 39,5% – Irena Björk Ómarsdóttir 0.
Mörk KA/Þórs: Aldís Ásta Heimisdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 6/2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5/2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 2.
Varin skot: Sunna Guðrún Pétursson 13, 32,5%.
Matea Lonac, markvörður KA/Þórs. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
  • Matea Lonac markvörður var ekki með KA/Þór í leiknum. Hún var í brúðkaupi systur sinna í Króatíu. Lonac fór frá Kósovó eftir Evrópuleik KA/Þórs á dögunum yfir til heimalandsins, Króatíu, til að gleðjast með systur sinni og fjölskyldu. Hún verður mætt í slaginn á laugardaginn þegar KA/Þór fær HK í heimsókn í KA-heimilið.
  • Hildur Þorgeirsdóttir skapaði 10 marktækifæri fyrir Framliðið í leiknum, þar af voru sex stoðsendingar. Karen Knútsdóttir skoraði níu mörk í 12 skotum, skapaði tvö marktækifæri og vann fjögur vítaköst. Karen nýtti einnig bæði vítaköstin sem hún tók.
  • Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði úr helmingi af 16 skotum sínum, var með fullkomna nýtingu úr vítaköstum, þrjú af þremur og var konan á bak við þrjú sköpuð marktækifæri, þar af voru tvær stoðsendingar.
  • Emma Olsson náði sjö löglegum stoppum í vörninni og varði eitt skot. Hildur var sex lögleg stopp, Stella Sigurðardóttir fjögur auk þess að verja tvö skot og nappa boltanum tvisvar sinnum að leikmönnum KA/Þórs. Ragnheiður lék þann leik í tvígang.
  • Rut Arnfjörð Jónsdóttir skapaði fimm af marktækifærum KA/Þórs, þar af voru þrjár stoðsendingar. Hún nýtti einnig bæði vítaköstin sem hún spreytti sig á. Martha Hermannsdóttir skapað tvö marktækifæri í viðbót við að skora sex mörk út 10 skotum og nýta tvö af þremur vítaköstum. Hulda Bryndís Tryggvadóttir var á bak við tvö marktækifæri KA/Þórs.
  • Hulda Bryndís var einnig með fimm lögleg stopp í vörninni. Aldís Ásta Heimisdóttir var með tvö lögleg stopp og varði eitt skot eins og Rut Arnfjörð. Annars er tölfræði KA/Þórs yfir varnarleikinn fátækleg hjá HBStatz.
  • Karen Knútsdóttir, Fram, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz
Haukar - Afturelding 29:21 (12:15).
Mörk Hauka: Sara Odden 6, Birta Lind Jóhannsdóttir 5, Berta Rut Harðardóttir 4/3, Rakel Sigurðardóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Berglind Benediktsdóttir 1, Karen Helga Díönudóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen16, 44,4% – Margrét Einarsdóttir 5, 83,3%.
Mörk Aftureldingar: Jónína Hlín Hansdóttir 4, Ólöf María Hlynsdóttir 4, Sylvía Björt Blöndal 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Susan Ines Gamboa 2, Ragnhildur Hjartardóttir 2, Telma Rut Frímannsdóttir 1, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Katrín Hallgrímsdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 8, 24,2% – Tanja Glóey Þrastardóttir 3, 50%.
Susan Ines Gamboa leikmaður Aftureldingar. Mynd/Raggi Óla
  • Unglingalandsliðskonan efnilega, Elín Klara Þorkelsdóttir, lék stórt hlutverk í sóknarleik Hauka gegn Aftureldingu. Hún skapað átta marktækifæri, þar af voru fjórar stoðsendingar. Elín Klara vann einnig tvö vítaköst.
  • Sara Odden var á bak við fimm marktækifæri, þar fjórar stoðsendingar. Hún skoraði sex mörk í níu skotum og Birta Lind var með fimm mörk í sjö skotum.
  • Markvörður Hauka og færeyska landsliðsins, Annika Friðheim Petersen, var ekki aðeins með stórleik á milli stanganna, með 44% hlutfall. Hún átti einnig tvær stoðsendingar.
  • Rakel Sigurðardóttir var með fullkomna nýtingu, fjögur mörk í fjórum tilraunum.
    Odden var með átta lögleg stopp í vörninni, Karen Helga Díönudóttir sjö og Elín Klara sex auk þess að verja eitt skot og nappa boltanum af Aftureldingu einu sinni. Odden varði einnig eitt skot og stal boltanum í eitt skipti. Rakel átti fimm lögleg stopp, varði tvö skot og krækti í boltann einu sinni af sóknarmönnum Aftureldingar.
  • Ólöf Marín Hlynsdóttir stóð á bak við sex sköpuð færi fyrir Aftureldingu, þar af voru þrjár stoðsendingar. Sylvía Björt Blöndal skapaði fimm marktækifæri. Af þeim voru fjórar stoðsendingar. Telma Rut Frímannsdóttir var einnig á baki við fjögur marktækifæri Aftureldingarliðsins.
  • Nýr liðsmaður Aftureldingar, Jónína Hlín Hansdóttir, skoraði fjögur mörk í fjórum skotum, vann eitt vítakast og átti eina sendingu sem varð til þess að sú hætta skapaðist að varnamaður Hauka sá þann kost vænstan að gerast brotlegur. Brotið leiddi til þess að vítakast var dæmt.
  • Sylvía Björt var með fimm lögleg stopp í vörn Aftureldingar eins og Susan Ines Gamboa og Ólöf Marín. Sylvía og Marín stálu boltanum af leikmönnum Hauka í eitt skipti hvor um sig. Telma Rut lék þann leik í tvígang auk þess að ná fjórum stoppum í vörninni eins og Jónína Hlín.
  • Alla tölfræði í Olísdeild kvenna er hægt að nálgast hjá HBStatz.
  • Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.

Samantekt 1. umferðar.

Samantekt 2. umferðar.

  • Einum leik er ólokið í 3. umferð. Þar af leiðandi hefur samantekt ekki ennþá verið birt.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -