- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fullyrt að Janus Daði hafi samið við Kolstad

Janus Daði Smárason flytur til Noregs á næsta sumri. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frágengið er að Janus Daði Smárason verður leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad á næsta sumri. Frá þessu greindi TV2 í gærkvöld.

Forráðamenn Kolstad hafa uppi háleit markmið um að byggja upp stórveldi í evrópskum handknattleik á næstu árum. Kjölfesta verkefnisins verður koma Norðmannsins Sander Sagosen sem nú leikur með THW Kiel.


Janus Daði og Sigvaldi Björn Guðjónsson hafa margsinnis verið orðaðir við Kolstad-verkefnið á síðustu vikum eftir að það komst í hámæli í Noregi. Nú mun það hinsvegar liggja fyrir samkvæmt heimidum TV2 að Janus Daði hafi samþykkt að ganga til liðs við félagið á næsta sumri þegar samningur hans við Göppingen rennur út. Göppingen greindi frá því í byrjun þessa mánaðar að Janus Daði yfirgefi félagið eftir yfirstandandi keppnistímabil.


Ekki liggur fyrir hvort Sigvaldi Björn hafi gert upp hug sinn en samningur hans við pólska meistaraliðið Vive Kielce rennur út um mitt næsta ár.


TV2 í Noregi fullyrðir að Sagosen verði viðstaddur kynningarfund forráðamanna Kolstad í Þrándheimi í Noregi á sunnudaginn. Sagosen hafi þegar ákveðið að ganga til liðs við Kolstad sumarið 2023 þegar samningur hans vð Kiel rennur út.


Fleiri norskir landsliðsmenn munu hafa ákveðið að ganga til liðs við Kolstad, þar á meðal Magnus Abelvik Rød, Magnus Gullerud, Torbjørn Bergerud, Sebastian Barthold, Kent Robin Tønnesen og Magnus Fredriksen.


Forráðamenn Kolstad ætla sér hinsvegar að gera atlögu að norska meistaratitlinum á næstu leiktíð, 2022/2023, og muni byrja að styrkja liðið með fimm til sex leikmönnum strax á næsta sumri til að ná markmiði sínu. Janus Daði er einn þeirra.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -