- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: KA að ná vopnum sínum – Benedikt Gunnar

- Auglýsing -

Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíóið sitt og tóku upp nýjan þátt. Umsjónarmenn að þessu sinni voru Jói Lange og Arnar Gunnarsson.

Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 7. umferð Olísdeildar karla. Þeir félagar glöddust fyrir hönd norðanmanna og með þeirra sigur gegn Fram og það virðist sem að þeir séu að ná að stilla saman strengi sína. Þá voru þeir hrifnir af framistöðu Benedikts Gunnars Óskarssonar. Hann er á góðri leið að festa sig í sessi sem miðjumaður númer eitt á Hlíðarenda.

Að venju voru Klakaleikmenn leikjanna valdir og eftirtaldir leikmenn eru gjaldgengir í þá kosningu sem fer í gang á samfélagsmiðlum þáttarins: Ólafur Gústafsson (KA), Benedikt Gunnar Óskarsson (Val), Rúnar Kárason (ÍBV), Adam Haukur Baumruk (Haukum), Birgir Steinn Jónsson (Gróttu) og Richard Sæþór Sigurðsson (Selfoss).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -