- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Rússnesku birnurnar, tvö lið í uppbyggingu og Kamerún

Leikmenn rússneska landsliðsins leggja á ráðin í úrslitaleiknum við Frakka á Ólympíuleikunum í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst á Spáni miðvikudaginn 1. desember og stendur til 19. sama mánaðar. Leikið verður í upphafi í átta fjögurra liða riðlum. Fram að mótinu fer handbolti.is yfir hvern riðil keppninnar. Í gær var það A-riðill en í dag er B-riðill á dagskrá.

B-riðill

Þátttökuþjóðir: Kamerún, Pólland, Rússland, Serbía

Þessi riðill endurspeglar A-riðillinn að því leyti til að í honum eru einnig þrjár Evrópuþjóðir og ein Afríkuþjóð. Evrópuþjóðirnar þrjár eru Rússland, Serbía og Pólland. Evrópuliðin hafa hingað til haft mikla yfirburði gegn Kamerún sem er að taka þátt í HM í þriðja sinn. Fyrst var landslið Kamerúna með á HM 2005 og hafnaði í 22. sæti. Tólf árum síðar var Kamerún aftur þátttakandi á HM og varð í 20. sæti af 24 þátttökuliðum

Landslið Kamerún er reynslulítið í leikjum við evrópsk handknattleikslandslið. Liðið hafnað í öðru sæti í Afríkukeppninni árið 2021 sem er besti árangur í 17 ár.


Rússar eru líklega það lið sem flestra augu beinast að í þessum riðli. Komin eru allmörg ár síðan að gullkynslóðin vann þrenn gullverðlaun í röð á árunum 2005 til 2009. Tíð þjálfaraskipti hafa verið hjá Rússum undanfarin ár. Lyudmila Bodnieva, sem tók við í haust, er þriðji þjálfarinn á þremur árum og í raun sá þriðji á einu ári. Ambors Martín var sagt upp á EM fyrir ári og eftirmaður hans tók hatt sinn og staf eftir Ólympíuleikana í sumar.

Polina Kuznetsova er einn leikmanna rússneska landsliðsins í handknattleik. Mynd/EPA

Til viðbótar hættu tveir sterkir leikmenn, Daria Dmitrieva og Anna Vyakhireva, eftir Ólympíuleikanna.

Ef einhver var að velta vöngum yfir því hvort að verkefni Rússa væri eitt og sér erfitt í þeirri uppstokkun sem hefur átt sér stað þá sjá Rússar fram á leik við Pólverja. Pólverjar hafa lengi reynst Rússum erfiðir á handboltavellinum. Pólska landsliðið hefur unnið fjórar af síðustu viðureignum þjóðanna í handknattleik kvenna. Einn af þessara sigrum var í 8-liða úrslitum á HM í Danmörku 2015 þegar pólska landsliðið hafnaði í fjórða sæti.

Pólska landsliðið er í uppbyggingarfasa um þessar mundir og öðlaðist keppnisrétt á HM með sérstöku boði frá IHF, svokölluðu “wildcard.”

Serbar hafa hins vegar aðeins einu sinni mætt Rússum á stórmóti. Síðan eru liðin þrjú ár. Rússa unnu 25-20. Serbar eru með betri árangur gegn Póllandi. Þeir hafa unnið þrjár viðureignir, þar á meðal mikilvægan sigur, 24-18, í undanúrslitum í Serbíu 2014.

Serbar eru einnig að byggja upp nýtt lið eftir vonbrigðin á EM í fyrra og í umspilinu um Ólympíusæti í vor.  Uros Bregar tók við starfi landsliðsþjálfara í vor og er með lítt reynt lið leikmanna á öllum aldri í höndunum. Andrea Lekic, Dragana Cvijic, Katarina Krpez-Slezak eru á meðal sterkra leikmanna sem hafa sagt skilið við landsliðið. Skemmst er að minnast þess að serbneska landsliðið tapað fyrir íslenska landsliðinu í undankepnni EM, 23:21, á Ásvöllum 10. október.

Tengill á fyrri greinar:
A-riðill.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -