Tólftu umferð í Olísdeild karla verður framhaldið og lokið í kvöld með fimm viðureignum, þremur á höfuðborgarsvæðinu og tveimur utan þess. Umferðin hófst í gærkvöld með hörkuskemmtilegum leik Fram og Hauka í Framhúsinu þar sem Haukum tókst að knýja fram eins marks sigur.
Einnig verður leikið í Olísdeild kvenna í kvöld. Nýliðar Aftureldingar sækja Stjörnuna heim í TM-höllina kl. 17.30. Viðureignin er annar hluti af svokölluðum tvíhöfða sem boðið verður upp í Garðabæ að þessu sinni. Í framhaldi af kvennaleiknum taka karlalið sömu félaga við klukkan 20.
Fyrri viðureignir Stjörnunnar og Aftureldingar í báðum deildum, sem fram fóru í haust voru, hnífjafnar og skemmtilegar. Aðeins munaði einu marki á liðunum í leikjunum, Stjörnunni í hag.
Eftir leikinn í kvöld verða kvennalið Stjörnunnar og Aftureldingar komin í frí frá keppni í Olísdeildinni fram í byrjun janúar.
Síðast en ekki síst er rétt að minna á hörkuleik í Víkinni í kvöld þegar Víkingur og ÍR mætast í Grill66-deild kvenna. Báðum liðum hefur vegnað vel til þess á leiktíðinni. Þar af leiðandi má alveg reikna með jöfnum og spennandi leik.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Kaplakriki: FH – Selfoss, 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Vestmannaeyjar: ÍBV – Víkingur, kl. 18 – sýndur á ÍBVtv.
KA-heimilið: KA – HK, kl. 19.30 – sýndur á KAtv.
Origohöllin: Valur – Grótta, kl. 19.30 – sýndur á Valurtv.
TM-höllin: Stjarnan – Afturelding, kl. 20 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.
Olísdeild kvenna:
TM-höllin: Stjarnan – Afturelding, kl. 17.30 – sýndur á Stjarnantv.
Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna má sjá hér.
Grill66-deild kvenna:
Víkin: Víkingur – ÍR, kl. 19.30 – sýndur á Víkingurtv.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér