FH-ingar eiga markahæsta leikmann Olísdeildar kvenna eftir þriðju umferð deildarinnar sem lauk á laugardaginn. Britney Cots trónir áfram efst á lista yfir þær konur sem hafa verið afkastamestar við markaskorun í deildinni fram til þessa þótt henni hafi aðeins lánast að skora þrisvar sinnum gegn KA/Þór í lokaleik 3. umferðar í Kaplakrika í 21:19 tapi liðsins.
Stórskytturnar Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni, og Ragnheiður Júlíusdóttir, úr Fram, eru ekki langt undan.
Britney Cots, FH, 25.
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni, 24.
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, 24.
Sunna Jónsdóttir, ÍBV, 20.
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, 18.
Lovísa Thompson, Val, 18.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór 18.
Sara Odden, Haukum, 17.
Sigríður Hauksdóttir, HK , 16.
Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni, 15.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK, 14.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val, 14.
Díana Kristín Sigmarsdóttir, HK, 13.
Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Fram, 13.
Steinunn Björnsdóttir, Fram, 13.
Ásta Björt Júlíusdóttir, ÍBV, 12.
Berta Rut Harðardóttir, Haukum, 12.
Mariam Eradze, Val, 12.
Vegna alþjóðlegrar landsliðsviku verður ekkert leikið í Olísdeild kvenna þessa vikuna. Engu breytir þótt hætt hafi verið við æfingabúðir landsliðsins.
Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst fimmtudaginn 8. október með stórleik í Framhúsinu þegar Fram og ÍBV mætast. ÍBV trónir á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki og er eina taplausa lið deildarinnar. Daginn eftir mætast Haukar og KA/Þór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.
Laugardaginn 10. okótber leiða HK og FH saman hesta sína í Kórnum og Valur og Stjarnan eigast við í Origo-höllinni.