Tuttugasti og þriðji þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar leit dagsins ljós í dag en þeir Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson settust í Klaka stúdíoið og létu móðan mása.
Þeir félagar fóru yfir allt það helsta sem gerðist í 13. umferðinni í Olísdeild karla ásamt því að velja klakaleikmenn leikjanna. Þeir leikmenn sem voru valdir að þessu sinni eru, Brynjar Darri Baldursson (Stjörnunni), Tumi Steinn Rúnarsson (Val), Adam Haukur Baumruk (Haukum), Allan Nordberg (KA), Guðmundur Hólmar Helgason (Selfoss) og Ásbjörn Friðriksson (FH).
Þá fóru þeir félagar aðeins yfir HM kvenna sem lauk um síðustu helgi þar sem að þeir hrósuðu frammistöðu Norðmanna í seinni hálfleik í úrslitaleiknum gegn Frökkum.
Í lok þáttar fóru þeir yfir 20 manna hóp A-landsliðs karla fyrir EM sem var tilkynntur í dag.