- Auglýsing -
- Daníel Þór Ingason bættist inn í búbblu íslenska landsliðsins í handknattleik á Grand Hótel í gær eftir að hafa reynst neikvæður að lokinni skimun. Tuttugasti og síðasti leikmaður hópsins er væntanlegur í dag, eftir því sem næst verður komist. Þar með hefur hópurinn sameinast fyrir utan tvo starfsmenn sem væntanlegir eru á morgun reynist þeir í lagi að lokinni skimun en þeir hafa verið í einangrun vegna smits frá því á á lokadögum nýliðins árs.
- Allir úr íslenska hópnum í búbblunni á Grand Hótel fara í PCR skimun í dag, þá þriðju síðan á sunnudaginn.
- Danska handknattleikskonan Kristina Jørgensen kveður Viborg við lok leiktíðar í vor eftir fimm ára veru. Hún hefur samið við Metz í Frakklandi til tveggja ára. Jørgensen var í bronsliði Dana á HM í síðasta mánuði.
- Til stóð að ungverska landsliðið, sem verður með íslenska landsliðinu í riðli á EM, léki við Hvít-Rússa í gærkvöld. Ekkert varð af vináttuleiknum vegna covid smita í herbúðum Hvít-Rússa.
- Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas greindist með covid smit í gær og er kominn í einangrun. Ósennilegt er talið að Pellas taki mikið þátt í riðlakeppni EM af þessum sökum.
- Mario Blazevic landsliðsþjálfari Bosníu er einnig smitaður af veirunni og kemur ekki á næstu dögum nærri undirbúningi landsliðsins fyrir EM. Einnig er markvörðurinn snjalli Benjamin Buric í einangrun.
- Rússneska landsliðið hefur enn sem komið er sloppið að mestu við covid smit. Þess í stað herja meiðsli á marga leikmenn og m.a. urðu fimm eftir heima þegar landsliðið fór til Króatíu þar sem til stendur að Rússar og Króatar leiði saman hesta sína í tvígang á næstu dögum.
- Auglýsing -