Vonir standa til þess að tveir leikir fari fram í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag, þeir fyrstu á nýju ári. Til stóð að leikirnir væru þrír en viðureign Aftureldingar og Hauka var slegið á frest í gærkvöldi vegna smita í herbúðum Aftureldingar, eftir því sem næst verður komist.
Efsta lið Olísdeildar, Fram, sækir Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs heim í KA-heimilið. Flauta skal til leiks klukkan 16. Tveimur stundum síðar mætast Valur og Stjarnan í Origohöll Valsara. Eftir því sem handbolti.is kemst næst verða a.m.k. einhverjir af leikmönnum Vals fjarri góðu gamni í kvöld vegna covid. Eða svo kann að fara.
Þriðji leikur dagsins verður í Vestmannaeyjum þegar ÍBV og Sokol Pisek frá Tékklandi mætast í fyrra skipti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Síðari leikurinn verður á morgun.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna:
KA-heimilið: KA/Þór – Fram, kl. 16 – sýndur á Stöð2Sport.
Origohöllin: Valur – Stjarnan, kl. 18 – sýndur á Stöð2Sport.
Stöðuna og næstu leikur í Olísdeild kvenna má sjá hér.
Evrópubikarkeppni kvenna, 16-liða úrslit, fyrri leikur:
Vestmannaeyjar: Sokol Pisek – ÍBV, kl. 15 – sýndur á ÍBVtv.