- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Byrja í Kosice á fimmtudag – 28 ár síðan Stefán og Rögnvald dæmdu fyrst á EM

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma á EM karla strax á fimmtudag. Mynd/Jóhannes Long
- Auglýsing -

Annað Evrópumót karla í handknattleik í röð verða Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson í eldlínunni með flautur sína og spjöld. Þeir dæma leik strax á fimmtudagskvöld, viðureign Rússlands og Litáen í F-riðli sem fram fer í Koscice. Flauta þeir til leiks klukkan 17. Einnig eru Norðmenn og Slóvakar með landslið sín í þessum riðli.

Eins og fyrr segir þá er þetta annað Evrópumótið í röð þar sem Anton og Jónas verða á meðal dómara. Þetta er þriðja Evrópumótið í karlaflokki sem Anton Gylfi dæmir. Hann dæmdi með Hlyni Leifssyni á EM 2012 sem fram fór í Serbíu. Þeir voru einnig á meðal dómara á EM kvenna í Makedóníu 2008.

Rögnvald Erlings og Stefán Arnaldsson voru fyrstu íslensku dómararnir sem dæmdu í lokakeppni EM árið 1994 og þá í kvennaflokki. Fjórum árum síðar voru þeir með á nýjan leik og þá í karlaflokki en í millitíðinni, 1996, dæmdu þeir á EM kvenna og var m.a. falið að dæma úrslitaleikinn á milli Dana og Norðmanna.


Stefán mætti síðan til leiks á ný í lokakeppni EM 2006 í Sviss ásamt Gunnari Viðarssyni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -