- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hörður og Kórdrengir á sigurbraut

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hörður færðist á ný upp að hlið ÍR í efsta sæti Grill66-deild karla í handknattleik í gærkvöld þegar liðið lagði Vængi Júpiters, 32:25, í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Hörður hefur þar með 18 stig að loknum 11 leikjum en ÍR-ingar eiga leik til góða.


Á svipuðum tíma og lið Harðar og Vængjanna áttust við á Ísafirði unnu Kórdrengir ungmennalið Aftureldingar, 31:24, í íþróttahúsinu í Digranesi. Þetta var fjórði sigur Kórdrengja í deildinni en þeir hófu keppni á Íslandsmótinu í haust. Staðan var 19:12 að loknum fyrri hálfleik.

Afturelding brenndi af átta vítaköstum í leiknum en tókst að nýta eitt.


Harðarmenn höfðu talsverða yfirburði í leiknum við Vængi Júpíters. M.a. var sjö marka munur á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 13:7.


Mörk Harðar: Sigeru Hikawa 6, Jón Ómar Gíslason 5, Daníel Wale Adeleye 4, Mikel Amibia Aristi 4, Axel Sveinsson 4, Gutis Pilpuks 4, Þráinn Ágúst Arnaldsson 2, Elías Guðjónsson 2, Tadeo Ulises Salduna 1.
Mörk VJ.: Einar Örn Hilmarsson 6, Bjarni Ólafsson 6, Albert Garðar Þráinsson 6, Gunnar Valur Arason 2, Leifur Óskarsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Jón Brynjar Björnsson 1.

Mörk Kórdrengja: Eiríkur Guðni Þórarinsson 6, Thomas Wehmeier 6, Egill Björgvinsson 5, Eyþór Hilmarsson 5, Matthías Daðason 5, Þorlákur Sigurjónsson 3, Úlfur Þórarinsson 1.
Mörk Aftureldingar U.: Ágúst Atli Björgvinsson 6, Agnar Ingi Rúnarsson 5, Haraldur Björn Hjörleifsson 4, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Gunnar Pétur Haraldsson 2, Karl Kristján Bender 2, Hilmar Ásgeirsson 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -