- Auglýsing -
Tveir leikir voru á dagskrá í gær í B-riðli í Meistaradeild kvenna. Evrópumeistararar Vipers sóttu CSKA heim til Moskvu þar sem að átta mörk frá Marketu Jerabkovu hjálpuðu gestunum til að landa fjögurra marka sigri, 32-28. Þetta var fimmti sigurleikur norska liðsins í röð og þar af hafa fjórir þeirra komið á útivelli.
Í hinum leiknum áttust við slóvenska liðið Krim og Danmerkurmeistarar Odense. Slök frammistaða í fyrri hálfleik varð Krim-liðinu að falli. Það skoraði aðeins fimm mörk og var tíu mörkum undir í hálfleik, 15:5. Bilið náði slóvenska liðið aldrei að brúa.
B-riðill:
CSKA 28-32 Vipers (13-16)
- Marketa Jerabkova og Isabella Gullden skoruðu 6 fyrstu mörk Vipers í leiknum en norska liðið hafði 6-2 forystu eftir tíu mínútur.
Rússneska liðið náði að bæta varnarleik sinn þegar leið á hálfleikinn og náðu að jafna metin, 10-10. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Marta Tomac 3 mörk í röð fyrir Vipers og norska liðið var yfir, 16-13, í hálfleik. - Ana Gros var markahæst í liði CSKA með níu mörk.
- Elena Mikhaylichenko stórskytta rússneska liðsins gat ekki tekið þátt í leiknum af fjölskylduástæðum. Munaði um minna fyrir CSKA.
- Vipers er í 2. sæti riðilsins með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Györ. CSKA er í fimmta sæti með 10 stig.
Krim 19-24 Odense (5-15)
- Krim náði aldrei að komast yfir í leiknum. Leikmenn Odense tóku snemma öll völd á vellinum. Eftir átján mínútna leik var staðan 10-4 danska liðinu í vil.
- Althea Reinhardt markvörður Odense átti stórleik í fyrri hálfleik. Hún var með 64% hlutfallsmarkvörslu.
- Sóknarleikur heimakvenna gekk aðeins betur í seinni hálfleik. Þær skoruðu 14 mörk en tókst ekki að koma í veg fyrir tap.
- Odense er í fjórða sæti riðilsins með 11 stig. Krim er enn í því sjötta með fimm stig.
- Danska liðið hefur unnið átta af 11 stigum sínum á útivelli.
- Auglýsing -