Nokkur hundruð Íslendingar settu sterkan svip á viðureign Íslands og Hollands í MVM Dome í Búdapest í gærkvöld. Þeir létu sitt ekki eftir liggja með einörðum stuðningi við strákana okkar í erfiða leik við baráttuglaða og snjalla leikmenn hollenska landsliðsins undir stjórn Erlings Richardssonar.
Leikmenn íslenska landsliðsins hafa nefnt það í samtölum eftir leikina í mótinu hversu mikilvægur stuðningur þessa vaska og glaða hóps er.
Annað kvöld kemur að lokaleiknum í riðlakeppninni gegn Ungverjum. Flautað verður til leiks klukkan 17.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari hafði vakandi augu á áhorfendum í gær eins áður. Hluti myndanna sem fanga stemninguna er að finna hér fyrir neðan.
Skoðið endilega fyrri syrpur Hafliða frá mótinu. Þær má nálgast á hlekkjunum – Ferðasagan, æfing í keppnishöllinni, upphitun stuðningsmanna, Ísland – Portúgal 28:24, Stórkostlegir, Ísland – Holland 29:28.