- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúmenum tókst ekki að vinna franska vígið

Veronica Krisztiansen og samherjar í Györ mæta danska meistaraliðinu Odense í Meistaradeildinni um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þrír leikir voru á dagskrá í gærkvöld í Meistaradeild kvenna en um var að ræða leiki sem frestað var í 9.umferð. Brest og CSM áttust við í A-riðli þar sem að eftir 10 mínútna leik var útlit fyrir að rúmenska liðið yrði fyrsta liðið til að vinna Brest á heimavelli. Franska liðið var ekki á þeim buxunum. Það var ekki síst fyrir stórbrotin leik Cleopatre Darleux markvarðar liðsins að Brest náði að vinna, 24-21.


Metz tók á móti nýliðunum Kastamonu í leik sem varð aldrei spennandi og heimakonur unnu sannfærandi átta marka sigur 33-25. Í Ungverjalandi áttust við Györ og Krim þar sem að Györ vann örugglega, 40-27. Þetta var ellefti sigurleikur Györ í röð í keppninni. Liðið er á góðri leið með að jafna metið sitt sem eru 16 sigurleikir í röð frá febrúar 2018 til janúar 2019.



A-riðill

Brest 24-21 CSM (11-11)

  • Þegar að Brest skoraði sitt fyrsta mark í leiknum var staðan 4-0 fyrir CSM
    Cleopatre Darleux markvörður Brest átti frábæran leik í fyrri hálfleik þegar að hún varði 11 skot og var með 50% marvörslu.
  • Rúmenska liðið náði aðeins að skora eitt mark á fyrstu 12 mínútunum í seinni hálfleik á sama tíma og franska liðið skoraði sex mörk. Þessi kafli hjálpaði franska liðinu að sigla sigrinum heim.
  • Rúmenska liðið reyndi hvað það gat að minnka muninn og minnstur varð munurinn 22-21. Nær komumst leikmenn CSM ekki.
  • Skyttur rúmenska liðsins áttu ekki sinn besta dag að þessu sinni. Þær skoruðu aðeins 12 mörk úr 42 skotum sínum í leiknum.
  • Brest er enn í hópi með Györ og Esbjerg en liðin þrjú hafa ekki enn tapað leik á heimavelli.
Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill
Metz 33-25 Kastamonu (17-10)

  • Kastamonu byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 12 mínútur var liðið með eins marks forystu 7-6 þar sem að Jovanka Radicevic skoraði 5 mörk.
  • Hins vegar fór seinni hluti fyrri hálfleiks illa hjá tyrkneska liðinu. Það skoraði ekki mark síðstu sex mínútur hálfleiksins. Franska liðið var með sjö marka forystu í hálfleik.
  • Leikmenn Kastamonu héldu þó áfram að berjast í seinni hálfleik. Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var fimm marka munur, 29-24. Þá komu þrjú mörk í röð hjá franska liðinu sem gerði út um leikinn.
  • Tamara Horacek var markahæst í liði Metz með sex mörk. Hjá Kastamonu var það sem fyrr Jovanka Radicevic sem var markahæst. Hún skoraði átta mörk.
  • Metz er nú í þriðja sæti riðilsins með 14 stig, jafnmörg og Vipers sem er þó sæti ofar á markatölu.

Györ 40-27 Krim (22-14)

  • Krim náði 2-0 forystu á upphafsmínútum leiksins en það tók ungverska liðið ekki langan tíma að ná yfirhöndinni.
  • Györ var með 76% skotnýtingu í fyrri hálfleik sem er ótrúlegur árangur.
    Heimakonur héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik en slökuðu þó aðeins á klónni síðustu 10 mínútur.
  • Anne Mette Hansen og Crina Pintea voru markahæstar í liði Györ með átta mörk hvor. Hjá Krim voru það Alja Varagic og Andrea Lekic sem voru atkvæðamestar með fimm mörk hvor.
  • Györ er í topp sæti riðilsins með 20 stig. Krim er nú í sjötta sætinu með fimm stig.
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -